Skip to main content

95 ára afmæli Keflavíkurkirkju, hátíðardagskrá

Eftir febrúar 22, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Keflavíkurkirkja fagnar 95 ára afmæli n.k. sunnudag og af því tilefni verður efnt til vikulangrar dagskrár í kirkjunni þar sem ýmislegt verður í boði. Ágrip af dagskránni má nálgast hér: http://keflavikurkirkja.is/frettir/367/Default.aspx. Þar er líka að finna slóð á pdf skjal þar sem allir viðburðirnir eru upptaldir og gerð nánari grein fyrir hverjum þeirra.

Sérstaklega er vakin athygli á málþingi sem verður á föstudaginn 19. febrúar undir yfirskriftinni Áfram ábyrg – sem fjallar um stöðu skilnaðarbarna og leiðir til úrbóta. Keflavíkurkirkja hefur í samvinnu við Kjalarnessprófstsdæmi og Reykjanesbæ unnið að þessum málaflokki um þriggja ára skeið og verður reynslunni af því starfi m.a. miðlað á þinginu. Dagskrána er að finna á skjalinu sem vísað er í á heimasíðunni okkar.