Starfsfólk
Sr. Arna Grétarsdóttir
s. 865-2105, arna.gretarsdottir@kirkjan.is
Guðmundur Ómar Óskarsson, organisti
s. 659-9057, omar@varmarskoli.is
Reynivallakirkja

Reynivallakirkja í Kjós var byggð árið 1859 í svonefndri Kirkjubrekku, skammt austan við kirkjugarðinn. Áður hafði kirkjan staðið vestar í landareigninni, væntanlega í sjálfum kirkjugarðinum. Reynivellir eru ævaforn kirkjustaður, kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Á Reynivöllum var Maríukirkja í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú er á staðnum er byggð í hefðbundnum stíl timburkirkna um miðja nítjándu öld. Henni hefur að vísu verið breytt dálítið.

Skömmu fyrir 1930 var prédikunarstóllinn, sem upphaflega var fyrir ofan altari, færður að suðurvegg. Þá voru pílárar í skilrúmi milli kórs og framkirkju fjarlægðir og lágur veggur settur í staðinn. Fyrir hundrað ára afmælið 1959 var hún lengd um rúma þrjá metra, gerð geymsla norðan við kórinn en skrúðhús að sunnanverðu, settir nýir bekkir o.fl. Gagngerar endurbætur voru gerðar á kirkjunni og lauk þeim í árslok 1999.

Formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi

Sigríður Klara Árnadóttir, formaður
s. 841 0013, sigridur(a)kjos.is

Unnur Sigfúsdóttir, safnaðarfulltrúi
Unnur.Sigfusdottir(a)reykjavik.is