Skip to main content

Garðasókn

Kirkjulundi, 210 Garðabær
sími 565 6380, fax 565 6853
Vefsíða: www.gardasokn.is

Prestar og djáknar

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir – sóknarprestur og hefur viðveru í Vídalínskirkju
Vs. 565 6380, farsími: 822-8865, jonahronn(hja)gardasokn.is.

Sr. Hans Guðberg alfreðsson – prestur og hefur viðveru í Álftanesi
Farsími: 898-9701, hans.gudberg.alfredsson(hja)kirkjan.is

Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og hefur viðveru í Vídalínskirkju
Farsími 690 6034, matthildur.bjarnadottir(hja)kirkjan.is

Formaður sóknarnefndar

Sturla Þorsteinsson
sturla(hja)hjalli.is

Ágrip af sögu sóknarinnar

Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Sú kirkja sem þar er nú hefur átt tímana tvenna. Hún var reist 1879 og 1880 og vígð á annan dag hvítasunnu það ár af herra Pétri Péturssyni, biskupi. Hann var jafnframt sá síðasti, sem vísiteraði gömlu timburkirkjuna í Görðum 1875. Kirkjan er byggð af hlöðnu grjóti, sem fengið var í holtinu fyrir ofan. Hinn 20. desember 1914 var hin nýja kirkja í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 en þá hafði kirkjan verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var hún svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.

Fyrsta skóflustunga að Vídalínskirkju var tekin 1990 af Sveinbirni Jóhannessyni, bónda á Hofsstöðum í Garðabæ, en hann gaf lóðina undir kirkjuna. Arkitekt var Skúli Norðdahl. Hornstein að kirkjunni lagði þáverandi sóknarprestur og prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, sr. Bragi R. Friðriksson. Kirkjan var vígð 30. apríl 1995 af þáverandi biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Kirkjan tekur um 300 manns í sæti og er opnanleg milli kirkjuskips og safnaðarheimilis og rúmast þá um 600 manns í kirkjunni. Safnaðarheimilið er stórt og rúmgott með fjórum misstórum sölum og fullkomnu eldhúsi. Skrifstofur starfsfólks Garðasóknar eru í safnaðarheimili kirkjunnar og aðstaða öll hin ákjósanlegasta.