Skip to main content

Hvalsnessókn

Hvalsneshverfi, 245 Reykjanesbæ
Sími 423 7910

Prestur

Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur
Vs. 423 7910, s. 895 2243, srsgs(hja)simnet.is

Formaður sóknarnefndar

Reynir Sveinsson
s: 897 8007, reyndig@vortex.is

Ágrip af sögu sóknarinnar

Hvalsneskirkja var reist á árunum 1886-87 og vígð á jóladag 1887 af sóknarprestinum. Það var Ketill Ketilsson, hreppsstjóri í Kotvogi og eigandi Hvalsnessjarðarinnar, sem lét reisa kirkjuna. Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnum steini. Magnús Magnússon, múrari frá Gauksstöðum í Garði hafði umsjón með því verki, en hann drukknaði veturinn 1887. Tók þá við verkinu Stefán Egilsson, múrari úr Reykjavík. Magnús Ólafsson, trésmíðameistari úr Reykjavík, sá um tréverk. Kirkjan var tekin til gagngerra endurbóta 1945 undir umsjón Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Mesti dýrgripur kirkjunnar er vafalaust legsteinn sá er síra Hallgrímur Pétursson hjó og setti á leiði Steinunnar, dóttur sinnar. Steinninn fannst þegar grafið var fyrir stétt, sem steypa átti fyrir framan kirkjudyr 1964. Þar mun hann hafa legið alllengi, jafnvel verið fluttur á þann stað úr kirkjugarði þegar kirkjan var reist. Steinninn hefur einhverntíma brotnað og vantar því stafi aftan á nafnið svo og síðasta staf ártalsins, en það mun eiga að vera 1649.