Skip to main content

Njarðvíkursókn

Njarðvíkurbraut, 260 Reykjanesbæ
Sími 421 6040
Vefsíða: www.njardvikurkirkja.is

Prestar

Sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur
Vs. 421 5013, s: 897-8391, srbaldur(hja)simnet.is

Sr. Brynja Vígdís Þorsteinsdóttir, prestur
Vs. 421 5013, s. 862 1474, brynja.thorsteinsdottir(hja)kirkjan.is

Formaður sóknarnefndar

Silja Dögg Gunnarsdóttir
siljadogg(hja)gmail.com

Ágrip af sögu sóknarinnar

Þann 1. desember, 2023, voru Ytri-Njarðvíkursókn og Njarðvíkursókn sameinuð í Njarðvíkursókn. Innan sóknarinnar eru tvær kirkjur.

Njarðvíkurkirkja

Kirkja hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86, var hún vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Ytri-Njarðvíkurkirkja var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Kirkjan er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hún er 400 fermetrar að grunnfleti og undir henni er 108 fermetra kjallari. Kirkjuskip rúmar 230 manns í sæti en safnaðarsalur, sem opnanlegur er inn í kirkjuskipið, rúmar 100 manns.