Ástjarnarsókn
Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfjörður
s.: 565 0022, 565 5622
astjarnarkirkja(hjá)astjarnarkirkja.is
Vefsíða: www.astjarnarkirkja.is
Prestar
Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur
vs. 565 0022, s.: 692 8623, arnor(hja)astjarnarkirkja.is
Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur
vs. 565 0022, s.: 864 5372, bolli(hja)astjarnarkirkja.is
Formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúi
Hermann Björn Erlingsson, formaður
hermannbjorn(hjá)gmail.com
Ágrip af sögu sóknarinnar
Ástjarnarsókn var stofnuð 11. október 2001 og fyrsti formaður sóknarinnar var kjörinn Jónatan Garðarsson. Á Kirkjuþingi árið 2000 voru eftirfarandi sóknarmörk ákveðin: Reykjanesbraut að vestan og norðvestan að Kaldárselsvegi, Kaldárselsvegur og mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar að norðan, austan og suðaustan og Ásbraut að sunnan. Í september 2002 var Ástjarnar- og Kálfatjarnarsókn sameinaðar í Tjarnaprestakall og sr. Carlos Ari Ferrer settur í embætti sóknarprests.
Fyrstu árin var söfnuðirinn án húsnæðis, en helgihald fór fram í félagsheimili Hauka. Árið 2006 var sókninni úthlutuð lóð fyrir kirkju við Kirkjuvelli 1 og það sama ár fékk söfnuðurinn til afnota tvær færanlegar kennslustofur sem bráðabirgðahúsnæði. Fyrsta skólfustungan að nýju safnaðarheimili var tekin 15. nóvember, 2015 og safnaðarheimilið vígt af biskupi Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttur, þann 11. október, 2017.