Skip to main content

Auður Ava á aðventufundi

Eftir nóvember 27, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Fastur liður á jólaföstu er að prestar og djáknar í Kjalarnessprófastsdæmi hittast og ræða prédikunarundirbúning hátíðanna. Venjan er að fá rithöfund eða listafólk til að taka þátt í samtalinu og í ár er það Auður Ava Ólafsdóttir, sem heiðrar fundinn með nærveru sinni. 

Fundurinn verður í Hafnarborg í Hafnarfirði, fimmtudaginn 13. desember og hefst kl. 9.30. Prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, mun leiða spjalla um texta aðventu og jóla og býður svo gest fundarins, Auði Övu, velkomna. Fundinum lýkur með hádegisverði kl. 12.30.

Auður Ava er listfræðingur og skáld, hefur gefið út nokkrar skáldsögur og ljóðabók. Það er sérstakur fengur að fá hana til samtals um prédikunina, þar sem spurningar um listsköpun, samskipti og tjáningu eru gjarnan til umfjöllunar í verkum Auðar Övu.

Hér má lesa það sem Úlfhildur Dagsdóttir hefur skrifað um verk Auðar Övu.

Myndin af Auði Övu er af heimasíðu kanadíska útvarpsins radio-canada.ca