Margrét Gunnarsdóttir hefur verið ráðin djákni við Bessastaðasókn. Þann 10.nóvember var hún sett inn í embætti í Bessastaðakirkju. Dr.Gunnar Kristjánsson prófastur setti hana inn í embætti og þjónaði við guðsþjónustuna ásamt prestum og sóknarnefndarfólki safnaðarins. Að messu lokinni héldu kirkjugestir yfir í safnaðarheimili sóknarinnar að Brekkuskógum 1 í kaffisölu safnaðarins. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til tækjakaupa landspítalans en þetta ár hefur Þjóðkirkjan ásamt öðrum safnað fyrir kaupum á línuhraðli. Kjalarnessprófastsdæmi óskar Bessataðakirkju til hamingju með nýjan djákna og óskar Margréti Guðs blessunar í lífi og starfi.