Skip to main content

Dagskrá fyrir menningardaginn 31. október

Eftir október 26, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes

Suðurnes



Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós

Mosfellskirkja kl. 11.00
Vígð 1965
Útvarpsmessa.
Kór Lágafellskirkju syngur og Diddú syngur einsöng. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prófastur dr. Gunnar Kristjánsson prédikar.

Lágafellskirkja kl. 13.00 og 16.00

Vígð 1889
Kl. 13.00 Leikfangadagur í sunnudagaskólanum og ef veður leyfir verða settir niður haustlaukar.

Kl. 16.00 Menningarhátíð.
Leikarar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar leiklesa valda kafla úr Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Diddú, kór Lágafellskirkju og barnakór Varmárskóla syngja á milli lestranna.

Brautarholtskirkja kl. 14.00
Vígð 1857
Þjóðlegur fróðleikur og tónlist.
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir þjóðfræðingur fjallar um þjóðlegan fróðleik tengdan Kjalarnesi. Brynhildur Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu. Undirleikur á orgel Judith Þorbergsson.

Saurbæjarkirkja kl. 15.00
Vígð 1904
Sjálfboðaliðinn-nýjar áherslur.
Arndís Guðmundsdóttir segir frá nýjum áherslum í sjálfboðaliðastarfi. Brynhildur Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu. Undirleikur á orgel Judith Þorbergsson.

Reynivallakirkja kl. 17.00
Vígð 1859
Írafellsmóri og harmonikutónar.
Gunnar Kristjánsson prófastur segir frá Írafellsmóra og Kjósverjum sem tengjast sögu hans. Matti Kallio leikur á harmoniku.


Hafnafjörður, Garðabær og Álftanes

Víðistaðakirkja kl. 11.00
Vígð 1988
Menningar og margmiðlunarmessa.
Barna- og unglingakórinn leiða almennan söng ásamt kirkjukórnum. Nýir sálmar kynntir og kenndir. Trú í kvikmyndum og menningunni. Stjórnendur: Arngerður María Árnadóttir og Áslaug Bergsteinsdóttir.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Árni Svanur Daníelsson þjóna og miðla.

Ástjarnarsókn kl. 11.00

Fjölskylduguðsþjónusta með Afríkuþema.
Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, m.a. lög frá Afríku. Starfsfólk sunnudagaskólans verður með fræðslu undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Arnór Heiðarsson segir glænýjaferðasögu frá Afríku í máli og myndum. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Afrískt te að lokinni guðsþjónustu.

Vídalínskirkja kl. 11.00 og kl. 20.00
Vígð 1995
Kl. 11.00 Messa.
Kór Vídalínskirkju, þjóðlög og harmonikutónlist. Sr. Friðrik Hjartar og Jóhann Baldvinsson organisti þjóna.

Kl. 20.00 Kvöldvaka.
Gospelkór Jóns Vídalíns og Harpa Stefánsdóttir talar um starf Hjálparstarfs kirkjunnar á Indlandi.

Hafnarfjarðarkirkja kl. 13.00
Vígð 1914
Barbörukór og orgeltónlist í kirkju. Unglingakór syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og píanóleik Önnu Magnúsdóttur. Sunnudagaskólahorn í umsjón Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur og Einars Arnar Björgvinssonar. Eitthvað fyrir alla og hægt að ganga á milli atburða. Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Organisti: Bjartur Logi Guðnason.

Garðakirkja kl. 14.00

Vígð 1880
Einleikur.
Ferðasaga Guðríðar eftir Brynju Benediktsdóttur í leikstjórn Maríu Ellingsen. Leikari: Þórunn Erna Clausen. Saga víkingakonunnar Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi til Ameríku um árið 1000. Fróðleg og skemmtileg sýning fyrir fólk á öllum aldri.

Bessastaðakirkja kl. 20.00
Vígð 1795
Afríkuþema. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fjallar um safnaðartengsl við söfnuði í Pókothéraði í Kenýu og sýnir myndir. Afrísk tónlist í umsjá Helgu og Kristjáns kristniboða ásamt fjölskyldu þeirra með þátttöku fermingarbarna. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Bjartur Logi Guðnason kantor hafa umsjón með kvöldvökunni.

Suðurnes

Kálfatjarnarkirkja kl. 10.00
Vígð 1893
Tónlist. Eydís Fransdóttir óbóleikari og Frank Herlufsen organisti sjá um tónlistarflutning á milli þess sem konur úr kvenfélaginu Fjólu flytja ágrip af 85 ára sögu félagsins. Prestur er sr. Bára Friðriksdóttir.
Að lokinni guðsþjónustu bjóða kvenfélagskonur öllum í veislukaffi.

Ytri-Njarðvíkurkirkja kl. 11.00 og kl. 17.00
Vígð 1979
11.00 Guðsþjónusta.
Stefán H. Kristinsson leikur nýtt orgelverk. Ný heimasíða Njarðvíkurprestakalls formlega opnuð.

17.00 Tónleikar.
Hljómsveitin Klassart leikur. Einnig syngur María Rut Baldursdóttir nokkur lög við undirleik Stefáns H. Kristinssonar.

Grindavíkurkirkja kl. 13.00
Vígð 1982
Tónleikar. Annars vegar munu Stigamenn syngja og spila og hinsvegar meðlimir úr Bakkalábandinu.

Útskálakirkja kl. 14.15
Vígð 1861
Tónleikar og myndlistarsýning.
Hljómsveitin Silfurberg verður með tónleika. Í tengslum við menningardaginn verður myndlistarsýning í gamla prestssetrinu að Útskálum. Listakonan Mireya Samper sýnir verk sín en sýningin er að hluta til unnin að Útskálum, þar sem hún vinnur ný verk til viðbótar við önnur sem hún kemur með á staðinn.

Njarðvíkurkirkja kl. 15.20
Vígð 1915
Saga kirkjunnar. Starfsfólk kirkjunnar og sóknarnefndarfólk safnaðarins segir gestum frá sögu kirkjunnar. Stefán H. Kristinsson leikur á orgel.

Kirkjuvogskirkja kl. 16.15

Vígð 1861
Saga kirkjunnar. Starfsfólk kirkjunnar segir gestum frá sögu kirkjunnar.

Hvalsneskirkja kl. 18.00
Vígð 1887
Músík og mannlíf.
Bragi Jónsson óperusöngvari syngur og Steinar Guðmundsson organisti leikur á orgelið. Reynir Sveinsson segir skemmtilegar mannslífssögur af svæðinu.

Keflavíkurkirkja kl. 20.00
Vígð 1915
Talentukvöld.
Fluttir verða Eide söngvar í útsetningum Arnórs Vilbergssonar fyrir kór og hlómsveit. Kór Keflavíkurkirkju flytur tónverkið Sólstafir sem kórinn samdi ásamt Sigrúnu Sævarsdóttur. Missa de angelis (Englamessan) verður sungin og munu Talenturnar leika undir. Kórinn flytur Lacrimosa eftir Mozart. Organisti: Arnór Vilbergsson. Prestur: Sr. Skúli S. Ólafsson. Hugvekja: Sr. Erla Guðmundsdóttir