Skip to main content

Prédikunarseminar 2013

Eftir ágúst 21, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Í ár er prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis helgað nýjustu rannsóknum á Marteini Lúther og siðbótarsögunni. Í því skyni kemur einn fremsti fræðimaður á því sviði í heiminum, Dr. Thomas Kaufmann, sem flytur fjögur erindi um efnið. Fyrsta erindið rekur siðbótarsöguna í ljósi nýjustu rannsókna. Hin þrjú taka fyrir einstök þemu þar sem rýnt verður í bókaprentun á siðbótartímanum, viðhorf siðbótarmanna til helgihalds og guðrækni, og skrif Lúthers um Gyðinga.

Prédikað út frá Passíusálmunum
Að vanda flytja fjórir prestar prédikanir sem síðan verða greindar og ræddar í hópnum. Í þetta sinn verður prédikað út frá völdum þemum í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og prédikararnir leitast við að vinna með trúarhugsun Hallgríms og meta hana út frá aðstæðum okkar hér og nú. Í viðbrögðum og umræðum verður stuðst við greiningarskema sem notað hefur verið með góðum árangri á fyrri seminörum.

Samtalið við arineldinn á mánudagskvöldið verður við dr. Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki. Hún miðlar okkur af sýn sinni á mikilvægi heimspekinnar í samtímanum.

Um aðalfyrirlesarann Thomas Kaufmann
Thomas Kaufmann fæddist árið 1962 í Cuxhaven. Hann hefur gengt stöðu prófessors í kirkjusögu í München og í Göttingen, frá árinu 2000. Rannsóknarsvið hans eru m.a. saga siðbótarinnar, (með sérstakri áherslu á Karlstadt, Lúther og róttæku siðbótarmennina) og játningasaga; samskipti kristinna, gyðinga og múslima á síðmiðöldum og nútíma; saga guðfræðirita á 18. öld; saga mótmælendaguðfræðinga á 19. og 20. öld.
Erindunum verður dreift í íslenskri þýðingu til þátttakenda í seminarinu.

Skráning og upplýsingar
Prédikunarseminarið fer fram dagana 6.-8. október. Nánari upplýsingar gefa prófastur og héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis. Skráning fer fram í Skálholtsskóla í síma 486 8870 eða á www.skalholt.is. Kostnaður við gistingu og máltíðir fer eftir taxta Skálholts (kr. 16 þúsund á sólarhring). Prestar geta sótt um styrk úr Vísindasjóði PÍ og prófastsdæmið styrkir að auki presta og djákna úr Kjalarnessprófastsdæmi til þátttöku.

Prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis 2013 er haldið í samstarfi við Skálholtsskóla og Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Dagskrá

Sunnudagur 6. október

19.00 Kvöldverður í Skálholtsskóla

20.00 Setning í Skálholtsdómkirkju
Tónlistaratriði
Hugvekja: Krossferli að fylgja þínum
fýsir mig, Jesú kær
Séra Bolli Pétur Bollason
Viðbrögð
Mánudagur 7. október

8.00 Morgunmatur
9.00 Hugvekja: Þurfamaður ert þú mín sál
Séra Guðný Hallgrímsdóttir
Viðbrögð

10.00 Erindi I Um nýjustu rannsóknir á siðbótarsögunni
Dr. Thomas Kaufmann, prófessor
Fyrirspurnir og umræður

12.00 Hádegisverður
Hvíld/útivera

14.00 Erindi II Bókaprentun og siðbótin
Dr. Thomas Kaufmann, prófessor
Fyrirspurnir og umræður

15.30 Kaffi
16.00 Erindi III Umbylting siðbótarmanna í helgihaldi og guðrækni
Dr. Thomas Kaufmann, prófessor
Fyrirspurnir og umræður

18.00 Hugvekja: Mig græddi Guðs sonar heilagt blóð
Séra Árni Svanur Daníelsson
Viðbrögð
19.00 Kvöldmatur

20.00 Samtal við arindeld
Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor

Þriðjudagur 8. október

8.00 Morgunmatur
9.00 Hugvekja: Vaktu minn Jesú, vaktu í mér
Séra Guðbjörg Arnardóttir
Viðbrögð

10.00 Erindi IV Lúther og Gyðingar
Dr. Thomas Kaufmann, pófessor
Fyrirspurnir og umræður
12.00 Hádegisverður
Brottför