Skip to main content

Aðventufundur presta og djákna

Eftir desember 14, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastur bauð prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis til aðventufundar í Hafnarborg í Hafnarfirði föstudaginn 12. desember. Ætlunin var sameiginleg uppbygging og samtal í sambandi við þann mikla undirbúning fyrir jólahátíðina sem stendur yfir í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Prófastur hélt tölu um jólaguðspjallstextana þar sem hann staðnæmdist sérstaklega við tvö þemu: 1. Hið tímalausa heilagleikahugtak og 2. hið pólitíska inntak jólaguðspjallsins. Umræður fóru fram um erindið en líka önnur mál, fræðileg og praktísk, sem prófastur vildi að yrðu rædd. Góður samhljómur var hjá fundarfólki.