Í gegnum tíðina hefur Kjalarnessprófastsdæmi verið iðið við bókaútgáfu, prestum og leikmönnum til uppbyggingar. Nú hefur prófastsdæmið samið við Skálholtsútgáfu um að sjá alfarið um dreifingu og sölu á bókum sem prófastsdæmið hefur gefið út. Þarna eru góðar og mikilvægar bækur á borð við Þjónar í húsi Guðs -handbók, Á mælikvarða mannsins – leiðir til samtímalegrar predikunar, Orðið er laust – um predikun í samtímanum og Siðbótarrannsóknir á tímamótum. Fólk getur því hér eftir verið í sambandi við Kirkjuhúsið og Skálholtsútgáfu ef þessi tilteknu rit vantar í safnið. Kjalarnessprófastsdæmi hvetur alla eindregið sem starfa við kirkjulega þjónustu, predikun eða guðfræði til að nálgast ritin.