Ráðstefnan Þjóðkirkjan og lýðræðið, sem haldin var í Skálholti í byrjun vikunnar, tókst vel í alla staði. U.þ.b. sjötíu manns voru saman komnir og hlýddu á erindi úr ýmsum áttum, sem öll snertu þó stjórn, stöðu og starfshætti Þjóðkirkjunnar.
Arfur siðbótarinnar, endurnýjunarferli þýsku kirkjunnar, aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi, þjónandi forysta, og hinn almenni prestsdómur, var meðal þess sem bar á góma í fjölbreyttum umræðum á ráðstefnunni. Ásigkomulag lýðræðisins í hinum ýmsu stofnunum kirkjunnar var einnig rætt og hvernig mætti efla og bæta aðkomu leikmanna að kirkjustarfi. Sjá má viðtal við dr. Gunnar Kristjánsson í sjónvarpi kirkjunnar á http://kirkjan.is/frett/2009/08/9342.