Miðvikudaginn 27. maí vísiteraði prófastur Njarðvíkurprestakall, heimsótti kirkjunar þrjár, Njarðvíkurkirkju, Ytri-Njarðvíkurkirkju og Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Í lok vísitasíunnar hélt prófastur fund með sóknarpresti og fulltrúum sóknanna, rætt var um kirkjustarfið, kirkjur, safnaðarheimili og kirkjugarða. Vaxandi starf er í prestakallinu og margir eru virkir sem sjálfboðaliðar í starfinu, talsvert hefur fjölgað í Njarðvíkurprestakalli á undanförnum misserum, munar þar mestu um fjölgun í Innri-Njarðvík og á Vallarheiði.