Prestastefna er haldin í Reykjavík dagana 3.-5. maí. Yfirskrift hennar er Kirkja á krossgötum.
Prestastefna er haldin ár hvert en þá kallar biskup Íslands presta og djákna þjóðkirkjunnar til samveru og samtals. Fjölbreytt dagskrá er á prestastefnunni í ár, en hún ber yfirskriftina Kirkja á krossgötum. Þar má nefna erindi um stöðu trúar og kirkju í samtímanum, sjálfboðna þjónustu í kirkjunni, samstarfssvæði sókna og fleira.
Mikið helgihald er á prestastefnunni og m.a. verður sunginn nýr sálmur frá Japan í þýðingu Kristjáns Vals Ingólfssonar.
Fylgjast má með erindum og efni frá prestastefnunni á vefsvæði kirkjunnar.