Kálfatjarnarsókn
Kálfatjörn, 191 Vogum
s. 565 0022
Prestar
Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur
Vs 565 0022, farsími 692-8623, arnor(hja)astjarnarkirkja.is
Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur
Vs. 565 0022, farsími 864 5372, bolli(hja)astjarnarkirkja.is
Formaður sóknarnefndar
Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir
hanna(hja)vogar.is
Ágrip af sögu sóknarinnar
Kálfatjarnarkirkja var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893 af biskupi, herra Hallgrími Sveinssyni. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin á hlöðnum grunni, meters háum. Kirkjusmiður og höfundur kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson, húsasmíðameistari, en honum til aðstoðar Sigurjón Jónsson kennari. Magnús Árnason, steinsmiður frá Holti á Vatnsleysuströnd hlóð grunninn. Pílárar á svalarbrúnum og í altarisgrindum ásamt ýmsum útskurði annaðist Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd. Bygging kirkjunnar gekk afar hratt, hófst smíði hennar þegar eftir að gamla kirkjan hafði verið rifin, sú kirkja náði aðeins 29 ára aldri, byggð 1864. Nýir bekkir voru smíðaðir í kirkjuna 1968, teiknaðir af Ragnari Emilssyni. Söngloft er vestantil í kirkjunni og út með hliðunum eru svalir. Hún rúmar 150 manns samtals á báðum hæðum. Altaristaflan er eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík og jafn gömul kirkjunni, gerð af Sigurði Guðmundssyni málara.