Aðventufundur með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn 9. desember n.k. í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á fundinum fer prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, yfir prédikunartexta aðventu og jóla.
Gestur fundarins er síðan Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri, leikari og leikskáld. Bergur Þór er maðurinn á bak við sýninguna Jesús litli, sem hefur slegið í gegn í Borgarleikhúsinu og víðar. Þá leikstýrir Bergur nýju íslensku leikriti sem er sýnt í Grindavík um þessar mundir, Endalok Alheimsins.
Bergur Þór kemur til að ræða um trúarleg áhrif í starfi sínu og trúna í lífinu.
Aðventufundur presta í Kjalarnessprófastsdæmi er árviss viðburður, þar sem farið er yfir prédikunaraðstæður hátíðanna og áhugaverður gestur fenginn til að segja frá lífi sínu og starfi.