Úr er komin bókin Á mælikvarða mannsins. Leiðir til samtímalegrar prédikunar eftir Wilfried Engemann, prófessor í praktískri guðfræði við Vínarháskóla. Bókin geymir þrettán fyrirlestra sem Engemann hefur flutt á prédikunarseminörum Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, hefur þýtt fyrirlestrana á íslensku og ritar ítarlegan eftirmála um prédikunarfræði í íslensku samhengi.
Prédikunarfræðin er lykilgrein í guðfræði. Prédikarinn kemur fram sem guðfræðingur og trúaður samtímamaður. Í prédikun sinni. fæst hann við vandamál samtímans, við kristna trúarhefð, við sína eigin persónu og jafnframt við móðurmálið. Fyrirlestrarnir í bókinni eru inngangur að grundvallarviðfangsefnum samtímalegrar prédikunar og byggjast á nánu samtali prédikunarfræðinnar við nýjustu þekkingu á sviði sálfræði, málvísinda og félagsvísinda. Meginmarkmiðið með bókinni er að glæða áhuga á prédikuninni og minna prédikarana á hversu gefandi vinna þeirra getur verið.
Bókin fæst á skrifstofu Kjalarnessprófastsdæmis (sendið tölvupóst á arni.svanur.danielsson@kirkjan.is) og í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31.
Efnisyfirlit
Formáli: Gunnar Kristjánsson
Formáli: Wilfried Engemann
- Prédikarinn í prédikuninni
- Textinn í prédikuninni – prédikunin sem texti
- Fagnaðarerindið: boðskapur um skilyrt frelsi
- Prédikun og lífsvitund
- Trúin í ljósi tilfinninganna
- Söfnuðurinn sem lífsmótunarvettvangur
- Mylluspil sökudólganna
- Gefandi prédikunarvinna
- Prédikunin sem samtal
- Guðfræði í prédikun
- Fjarri skarkala heimsins
- Niðurlægðir og vanvirtur – einnig í guðsþjónustunni?
- Prédikunarundirbúningur og prédikunargreining í hópi
Eftirmáli: Með prédikun á prjónunum
Sýnishorn
Hægt er að sækja kaflann Mylluspil sökudólganna sem pdf eða ibooks skrá til að lesa í tölvu eða spjaldtölvu.
Um Wilfried Engemann
Wilfried Engemann er fæddur árið 1959. Hann stundaði guðfræðinám í Leipzig og hefur þjónað sem prestur í Þýskalandi og starfað prófessor í praktískri guðfræði við háskólana í Münster og Vín. Hann er höfundur fjölda ritverka um praktíska guðfræði þar sem megináherslan er á prédikunarfræði og sálgæslu. Meðal bóka hans eru Einführung in die Homiletik (2. útg. 2011), Handbuch der Seelsorge. Grundlagen und Profile (2. útg. 2009) og Grundfragen der Predigt. Ein homilietisches Studienbuch (2. útg. 2009).