Skip to main content

Frelsið – prédikunarseminar 2012

Eftir október 2, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Í tíunda sinn býður Kjalarnessprófastsdæmi til seminars um prédikunina í Skálholti. Í þetta sinn verður kastljósinu beint að frelsinu í lífi manneskjunnar og í trúnni og skoðað verður hvernig því er miðlað í prédikun.

Gunnar Kristjánsson

Wilhelm Gräb prófessor flytur fjóra fyrirlestra: Um eðli trúarinnar, um túlkunarfræði, um lífstúlkun og um aðferðafræði prédikunarinnar.
Í þeim fjórum prédikunum sem fluttar verða, verður kastljósinu beint að frelsinu og miðlun þess í prédikun. Hugleiðingarnar byggja á ritningarversum í Gamla og Nýja testamentinu sem fjalla um frelsi. Í viðbrögðum og umræðum verður stuðst við greiningarskema sem notað hefur verið með góðum árangri á fyrri seminörum.

Samtal við arineld á mánudagskvöldið verður við Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra.

Dagskrá

Sunnudagur 7. október

19.00 Kvöldverður í Skálholtsskóla

20.00 Setning í Skálholtsdómkirkju
Tónlistaratriði

Hugvekja: Fjötruðum frelsi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Viðbrögð

Mánudagur 8. október

8.00 Morgunmatur

9.00 Hugvekja: Allt er leyfilegt Sr. Sveinn Valgeirsson. Viðbrögð

10.00 Erindi I – Til skilnings á trúnni Dr. Wilhelm Gräb, prófessor. Fyrirspurnir og umræður

12.00 Hádegisverður Hvíld / útivera

14.00 Erindi II – Túlkun Biblíunnar Dr. Wilhelm Gräb, prófessor. Fyrirspurnir og umræður

15.30 Kaffi

16.00 Erindi III – Túlkun lífsins Dr. Wilhelm Gräb, prófessor. Fyrirspurnir og umræður

18.00 Hugvekja: Hvers konar frelsi? Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Viðbrögð

19.00 Kvöldmatur

20.00 Samtal við arindeld. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ræðir um trú og samfélag

Þriðjudagur 9. október

8.00 Morgunmatur

9.00 Hugvekja: Frelsi trúarinnar Sr. Hjálmar Jónsson. Viðbrögð

10.00 Að búa til prédikun. Prédikunarvinnustofa í umsjón dr. Wil- helms Gräb og dr. Gunnars Kristjánssonar

12.00 Hádegisverður

Brottför

Um Wilhelm Gräb

Wilhelm Gräb er prófessor við Humboldt háskólann í Berlín, sérsvið hans er praktísk guðfræði. Gräb er þekktur guðfræðingur í Þýskalandi og hefur verið afkastamikill á ýmsum sviðum praktískrar guðfræði. Hann hefur m.a. skrifað mikið um prédikunarfræði, kirkju og list, og hlutverk fjölmiðla. Í Skálholti mun hann miðla af þekkingu sinni á sviði prédikunarfræði. Hann flytur þar fjóra fyrirlestra.

Gräb fæddist árið 1948 í Bad Säckingen við Rín. Hann nam guðfræði við háskólana í Bethel, Göttingen og Heidel- berg, lauk doktorsprófi í Göttingen 1979 og aftur 1993. Hann var prófessor í praktískri guðfræði við Ruhr-háskóla í Bochum og einnig háskólaprédikari þar. Frá 1999 hefur hann verið prófessor í praktískri guðfræði og forstöðumaður stofnunar fyrir trúarbragðafélagsfræði og safnaðarupp- byggingu við Humboldt-háskólann. Frá 2001 hefur hann einnig verið háskólaprédikari við háskólana í Berlín. Hann býr í Berlín.

Erindunum verður dreift í íslenskri þýðingu til þátttakenda í seminarinu.

Skráning

Nánari upplýsingar gefa prófastur og héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis. Skráning fer fram hjá héraðspresti í síma 856 1509, á netfanginu arni.svanur.danielsson@kirkjan.is.

Nánar

Viðburður á Facebook

Kynningarbæklingur (pdf)