Skip to main content

Hvað merkir jólaguðspjallið í samtímanum?

Eftir desember 7, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Árlega hittast prestar í Kjalarnessprófastsdæmi til undirbúnings fyrir prédikanir jóla og áramóta. Þetta árið var engin undantekning þar á og leiddi prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, spjall um texta jólanna og prédikunarvinnu fyrir stórhátíðina, undir Esjuhlíðum á ægifögrum desembermorgni.

Frá Esjustofu

Nú gefst kostur á að hlusta á erindi dr. Gunnars þar sem hann segir meðal annars frá frummyndum jólaguðspjallsins og merkingu þeirra fyrir nútímamanneskjuna en líka þeim væntingum sem bornar eru til prestsins sem prédikar um jólin.

Gunnar Kristjánsson ræðir um jólatextana

Myndina tók sr. Árni Svanur Daníelsson en hún sýnir dögunina verða að veruleika séð frá Esjunni yfir Mosfellsheiði og nærliggjandi landslag.