Skip to main content

Aðventufundur presta og djákna 3. desember

Eftir nóvember 29, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum þar sem jólatextarnir verða krufnir, verður haldinn í Esjustofu á Kjalarnesi 3. desember kl. 9:30-13. Þetta er ómissandi undirbúningur við vinnslu jólaprédikananna. Gestur fundarins verður Pétur Gunnarsson rithöfundur.

Pétur Gunnarsson er löngu þekktur fyrir að skrifa af hlýju, alvörublandinni kímni og stílsnilli um menn og málefni og ætlar að ræða við okkur um sýn sína á listina í samtímanum.

X