Næstkomandi sunnudag, 23. september verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Grindavíkurkirkju með messu sem hefst kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Fermingarbörnin taka þátt í messunni m.a. munu Karólína Ívarsdóttir og Karlotta Sjöfn Sigurðardóttir syngja. Kaffiveitingar verða eftir messu.
Í messukaffinu verður stefnumótunarvinna safnaðarins kynnt, en Grindavíkursókn fór í stefnumótunarvinnu síðast liðið vor undir handleiðslu Gylfa Dalmann mannauðsstjóra við HÍ.
Gamlar myndir verða til sýnis í safnaðarheimilinu m.a. myndir frá vígslu kirkjunnar 1982. Þá sýnir Helga Kristjánsdóttir olíumálverk í fordyri kirkjunnar.
Að sögn sóknarprestsins, sr. Elínborgar Gísladóttur, eru allir hjartanlega velkomnir á afmælishátíðina í Grindavík.