Þessi misserin er mikil afmælatíð í Kjalarnessprófastsdæmi. Hafnarfjarðarkirkja hefur nýverið fagnað 100 ára afmæli sínu og sömuleiðis Keflavíkurkirkja sem einnig er orðin aldargömul. Á þessu ári eru ennfremur tvö önnur afmæli. Mosfellskirkja verður 50 ára í apríl og Vídalínskirkja 25 ára síðar á árinu.