Skip to main content

Fremjum gleðispjöll – Bænarý 11/11/11

Eftir nóvember 9, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý verður í Grensáskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 20. Þann dag fer fram kirkjuþing unga fólksins í Grensáskirkju.

Á Bænarý er nýjasta samskiptatækni notuð til boðunar og farsímar kirkjugesta gegna lykilhlutverki. Á Bænarý slökkvum við ekki á farsímunum og erum dugleg að taka myndir. Þrjú stór tjöld eru notuð við miðlunina og þar birtast á gagnvirkan hátt myndir, textar, skilaboð og bænir.

Bænarý 2011

Bænarý er samstarfsverkefni ÆSKR og Biskupsstofu. Prestar eru sr. Árni Svanur Daníelsson og sr. Guðrún Karlsdóttir. Tónlist er í höndum Bænarýbandsins sem Gunnar Einar Steingrímsson leiðir.

Allir eru hjartanlega velkomnir á Bænarý – 11.11.11.

Nánar

Síða Bænarý á Facebook