Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vísiterar nú söfnuði Kjalarnessprófastsdæmis. Hún hefur tekið þátt í héraðsfundi, heimsótt Bessastaði og Reynivell og þræðir nú Suðurnesin sjálf.
Á Suðurnesjum heimækir Agnes ekki bara kirkjurnar sjálfar heldur lítur inn í fyrirtækjum og stofnunum samfélagsins. Á myndinni sést föruneyti biskups í heimsókn í sjávarútvegsvinnslufyrirtæki í Hvalsnessókn, þar sem fyllsta hreinlætis er gætt.
Nú þegar hefur Agnes verið í Útskálaprestakalli, Keflavíkurprestakalli og Njarðvíkurprestakalli. Í komandi viku heldur hún áram að kynnast og líta eftir lífi kirkjunnar í Keflavík og á Reykjanesi.
Um miðjan apríl verður gert hlé á vísitasíu biskups þegar prestastefna stendur yfir. Að prestastefnu lokinni tekur biskup upp þráðinn í Hafnarfjarðarprestakalli, Tjarnarprestakalli og Víðistaðaprestakalli, auk Mosfellsprestakalls.
Í maímánuði taka svo við heimsóknir í Garðaprestakall og Grindavík.
Opnir viðburðir í hverju prestakalli verða auglýstir sérstaklega í bæjarfélaginu.