Skip to main content

Brautryðjandinn í bókakaffinu

Eftir nóvember 15, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 17. nóvember kemur Óskar Guðmundsson í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins í Mosfellsbæ kl. 10-11.30 og kynnir bók sína Brautryðjandinn um Þórhall Bjarnarson.

Brautryðjandinn afhentur

Bókin hefur fengið góða dóma og er bæði skemmtileg aflestrar og afar fróðleg. Í pistli um Brautryðjandann á Trú.is segir dr. Gunnar Kristjánsson m.a.: „Séra Þórhallur var greinilega réttur maður á réttum stað á sviptingasömum tímum í íslensku þjóðlífi. Hann var til forystu fallinn og tókst að sameina ólíkar fylkingar innan kirkjunnar og efla virðingu hennar með þjóðinni á umbrotatímum, þótt hann stæði oft í eldlínunni.“

Á bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis mun dr. Pétur Pétursson prófessor bregðast við framsögu höfundar í stuttu máli og leiða samtal í almennum umræðum, um efni bókarinnar, hinn frjálslynda og framsýna biskup sem starfaði á umbrota- og uppbyggingartíma í Íslandssögunni.

Þetta er annað árið í röð sem Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir bókakaffi, þar sem nýjar og spennandi bækur eru ræddar við höfunda þeirra. Í næsta skiptið, fimmtudaginn 24.nóvember, mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir koma með viðtalsbók Bjargar Árnadóttur við þau hjónin, Af heilum hug, og ræða um hana.

Allir eru hjartanlega velkomnir á bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis og njóta samtals um góðar bækur og málefni líðandi stundar.

Viðburðurinn er á facebook.