Skip to main content

Breytingar á starfi presta og sjálfboðaliða í kirkjustarfi

Eftir janúar 13, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Grundvallarbreytingar á starfi og stöðu prestsins í samfélaginu hefur áhrif á stöðu og sjálfsmynd sjálfboðaliða í kirkjustarfi. Presturinn þarf að vera meðvitaður um þetta og m.a. finna leið út úr hlutverki sínu sem einyrki og finna sig í staðinn í hlutverki þjálfarans, fyrirliðans, leiðbeinandans og leiðtogans.
Dr. Gunnar Kristjánsson
Þetta kemur fram í erindi dr. Gunnars Kristjánssonar, Efling launaðra starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjustarfi, sem hann flutti á Góðu kvöldi í Keflavíkurkirkju 12. janúar. Þetta var fyrsta erindið í dagskrá fyrir sjálfboðaliða í kirkjustarfi sem verður í Keflavíkurkirkju fram á vor.

X