Skip to main content

Endurskoðað fermingarhefti komið út

Eftir janúar 14, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Endurskoðað fermingarhefti Kjalarnessprófastsdæmis Faðir vor, trúarjátningin & boðorðin tíu er komið út. Um er að ræða vandað og handhægt kennsluefni sem samanstendur af fróðleik og verkefnum. Fermingarbarnið er hér í forgrunni, leitast er við að tengja Faðir vor, trúarjátninguna og boðorðin tíu við reynsluheim þess. Heftið er 36 blaðsíður að lengd, myndskreytt og hentar bæði stórum sem smáum hópum fermingarbarna. Hægt er að nálgast heftið á skrifstofu Kjalarnessprófastsdæmis.