Kjalarnessprófastsdæmi hefur ráðið Móeiði Júníusdóttur, guðfræðinema, til þess að endurskoða fermingarfræðsluefni og kennslufræði fermingarstarfanna.
Móeiður mun starfa á skrifstofu prófastsdæmisins frá september til janúar. Helsta verkefni Móeiðar er að endurskoða fermingarfræðsluefni sem gefið var út til reynslu og hefur verið notað í nokkrum söfnuðum í prófastsdæminu. Móeiður lýkur kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands í haust en hún hefur einnig stundað nám í kennslufræðum við sama skóla.