Fjölskylduskemmtun til fjáröflunar Velferðarsjóðs Suðurnesja fer fram laugardaginn 4. desember. Þá verður mikið um að vera í Andrews Theater á Ásbrú. Keflavíkurkirkja er meðal þeirra sem standa að viðburðinum.
Efnt verður til fjölbreytilegrar barnaskemmtunar frá kl. 15-16. Skemmtunin kallast „Andrés utangátta“ en fram koma fjölmargir listamenn með stutt og skemmtileg atriði sem ættu að höfða vel til allra barna.
Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Með skemmtun þessari er verið að safna pening til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Keilir, Kadeco, Keflavíkurkirkja, Hjálpræðisherinn og Velferðarsjóðurinn standa saman að þessari barnaskemmtun.
Í stað þess að selja inn hefur verið leitað til fyrirtækja um að bjóða börnum á Suðurnesjum á þessa skemmtun. Allir gefa vinnu sína og rennur allt féð til velferðarsjóðsins. Fram koma: Rebbi og Konni, börn frá Hjálpræðishernum, Vinadeild KFUM og KFUK í Reykjanesbæ, Pollapönk, jólasveinar, félagar úr Leikfélagi Keflavíkur að Andrési ógleymdum