Bókakaffið heldur áfram í Kjalarnessprófastsdæmi. Fimmtudaginn 1. desember kemur prófessor Pétur Pétursson á skrifstofu prófastsdæmisins með nýútkomna bók sína um Harald Níelsson, sem ber heitið Trúmaður á tímamótum.
Haraldur Níelsson var áhrifamikill trúarleiðtogi við upphaf síðustu aldar. Hann starfaði sem prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og Holdsveikraspítalann í Laugarnesi og átti stóran þátt í nýrri biblíuþýðingu sem var gefin út árið 1908. Hann var kennari við prestaskólann og mikill talsmaður sálarrannsókna og spíritisma. Sem slíkur snerti hann fjölda manns með hrífandi boðun, trú og sannfæringarkrafti.
Á bókakaffinu mun sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands, bregðast við bók Péturs í stuttu máli og hefja samtal um efni hennar. Bókakaffið hefst kl. 10 og stendur til kl. 11.30. Kaffi og smákökur, kertaljós og mjög góður andi.
Allir eru hjartanlega velkomnir á bókakaffi í Kjalarnessprófastsdæmi.