Skip to main content

Guðbjörg Jóhannesdóttir er prestur í Hafnarfjarðarkirkju

Eftir september 4, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Valnefnd Hafnarfjarðarprestakalls ákvað á fundi sínum í gær, 2. september, að velja Guðbjörgu Jóhannesdóttur prest við Hafnarfjarðarkirkju.

8 umsækjendur voru um embættið sem var auglýst laust eftir að Þórhallur Heimisson var skipaður sóknarprestur síðastliðið sumar. Sr. Guðbjörg er fædd í Reykjavík 1969 og hefur verið prestur í Þjóðkirkjunni frá 1998. Hún var lengi sóknarprestur á Sauðárkróki en hefur einnig gegnt prestsþjónustu í Reykjavík og á Selfossi. Guðbjörg hefur sérhæft sig í notkun aðferða sáttamiðlunar og hefur MMCR gráðu í þeim fræðum frá Kaupmannahafnarháskóla. Sr. Guðbjörg er gift Sigurði Páli Haukssyni endurskoðanda og eiga þau hjónin 5 börn á aldrinum 7-18 ára.