Haustfundir Kjalarnessprófastsdæmis fóru fram 21. og 22. september. Þar funduðu fyrst prestar og djáknar um sín mál og síðan formenn sóknarnefnda sem ræddu málefni sóknanna. Að lokum hefðbundnum fundi fengu allir að njóta áhugaverðs námskeiðs frá Thomasi Möller um tímastjórnun og skipulag. Það sem lærðist þar mun vonandi koma að gagni í störfum fyrir sóknirnar.