Skip to main content

Haustnámskeið kirkjustarfsins hefjast

Eftir ágúst 22, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Haustnámskeið kirkjustarfsins eru haldin víða um land. Þau eru ætluð prestum, djáknum, sunnudagaskólakennurum, æskulýðsleiðtogum, organistum og öðru starfsfólki í safnaðarstarfi. Sjálfboðaliðar og fulltrúar í sóknarnefndum eru sérstaklega velkomnir.

Fermingarbörn úr Hafnarfirði heimsækja Skálholt

Námskeið fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes verður haldið í Seljakirkju 29.-31. ágúst. Þar verður fjallað um sex þemu. Þau eru:

(A) Þjóðkirkjan – fyrir hvað stendur hún? Þorvaldur Karl Helgason og Kristján Valur Ingólfsson
(B) Sjálfboðin þjónusta. Ragnheiður Sverrisdóttir og nokkrir gestir.
(C) Barnastarfið. Elín Elísabet Jóhannsdóttir og Krílasálmar. Guðný Einarsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir
(D) Unglingastarf og miðlun. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Árni Svanur Daníelsson
(E) Fermingarstörfin, kennslufræðin og netið. Halldór Reynisson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Árni Svanur Daníelsson
(F) Messuþjónar. Kristján Valur Ingólfsson

Skráning á námskeiðið í Seljakirkju fer fram hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu í s. 528 4000 og í tölvupósti á kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Allir sem hafa áhuga á haustnámskeiðunum eru hvattir til að skrá sig á síðu námskeiðanna á Facebook: https://www.facebook.com/groups/134876069937321/

X