Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2013 verður haldinn í Íþróttaheimili Álftaness þriðjudaginn 19. mars. Á héraðsfund, sem er aðalfundur prófastsdæmisins, koma allir prestar, djáknar, fulltrúar sóknanna og kirkjuþingsfulltrúar prófastsdæmisins. Í ár er fundurinn sérstaklega helgaður vísitasíu biskups í Kjalarnessprófastsdæmi og hún ávarpar fundinn auk þess sem starfsemi biskupsstofu verður gerð góð skil.
Dagskrá fundarins er á þessa leið:
Kl. 17.30 Eftirmiðdagshressing í Íþróttaheimilinu.
Kl. 17.45 Helgistund í umsjón sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar.
Kl. 18.10
Formaður sóknarnefndar Bessastaðasóknar, Elín Jóhannsdóttir, flytur ávarp.
Yfirlitsræða prófasts.
Reikningar héraðssjóðs.
Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram.*
Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
Skýrsla héraðsprests kynnt og lögð fram.
Skýrsla æskulýðsnefndar kynnt og lögð fram.
Starfsskýrslur sókna frá síðasta ári (sjá fundarboð).
Tillögur lagðar fram.
Kosning prests og varamanns hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
Önnur mál.
Kl. 19.30 Kvöldverður.
Kl. 20.15 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, flytur ávarp í tilefni af vísitasíu um Kjalarnessprófastsdæmi. Kynning á starfi biskupsstofu. Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 21.30 Fundarslit.
Lögð verður fram tillaga um að dagskrárliðum, sem auðkenndir eru með stjörnu, verði frestað til leiðarþings.