Skip to main content

Héraðsfundur verður haldinn 7. mars

Eftir febrúar 1, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn miðvikudaginn 7. mars n.k. Fundurinn fer fram í Víðistaðakirkju og hefst með eftirmiðdagshressingu kl. 17.30 og helgistund í Víðistaðakirkju kl. 17.45.

Gert er ráð fyrir að reikningar sókna verði lagðir fram á leiðarþingi í haust þar sem ljóst er að aðalsafnaðarfundum verður ekki öllum lokið fyrir héraðsfundinn. Hins vegar skal enn sem fyrr skila reikningum sókna og kirkjugarða til prófasts í síðasta lagi 26. maí (4 eintök). Æskilegt er að stefnt verði að því að halda aðalsafnaðarfundi sem fyrst á árinu.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Þeir sem ekki eiga heimangengt eru vinsamlega beðnir að sjá til þess að varamenn mæti í staðinn. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Dagskrá

Kl. 17.30 Eftirmiðdagshressing.

Kl. 17.45 Helgistund

Helgistund í Víðistaðakirkju í umsjón sr. Braga Ingibergssonar.

Kl. 18.00 Fastir liðir

  • Formaður sóknarnefndar Víðistaðasóknar, Hjörleifur Þórarinsson, flytur ávarp.
  • Yfirlitsræða prófasts.
  • Reikningar héraðssjóðs.
  • Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram.*
  • Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
  • Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
  • Skýrsla héraðsprests kynnt.
  • Skýrsla æskulýðsnefndar kynnt.
  • Starfsskýrslur sókna frá síðasta ári (sjá fundarboð).
  • Tillögur lagðar fram.
  • Kosning prests og varamanns hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
  • Kynning á útgáfu prédikunarfræði Wilfrieds Engemanns.
  • Önnur mál.

Kl. 19.30 Kvöldverður.

Kl. 20.15 Lúther og siðbótarfræðsla

Frumsýning heimildakvikmyndar um Lúther og Lúthersslóðir, sem héraðssjóður styrkti, og samtal um siðbótarfræðslu í aðdraganda fimm alda afmælis siðbótarinnar.

Kl. 21.30 Fundarslit.

Lögð verður fram tillaga um að dagskrárliðum, sem auðkenndir eru með stjörnu, verði frestað til leiðarþings.

Nánar

Starfsreglur um héraðsfundi