Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn 25. febrúar í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, Strandbergi. Sjá meðfylgjandi dagskrá .
Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2010
í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17,30-21,30.
Dagskrá
Kl. 17,30 Eftirmiðdagshressing.
Kl. 17,50 Helgistund í Hafnarfjarðarkirkju.
Kl. 18,00
a) Formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju, Sigurjón Pétursson, flytur ávarp.
b) Yfirlitsræða prófasts.
c) Reikningar héraðssjóðs.
d) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram.*
e) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
f) Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
g) Skýrslur héraðspresta.
h) Skýrsla æskulýðsnefndar.
i) Starfsskýrslur sókna frá síðasta ári (sjá fundarboð).
j) Starfsskýrslur nefnda lagðar fram.
k) Tillögur lagðar fram.
l) Kosning prests og varamanns hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
m) Önnur mál.
Kl. 19,30 Kvöldverður.
Kl. 20,15
Sjálfboðaliðsstarf: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir kynnir undirbúning að áætlun.
Harmonikubók um skírnina: Þorfinnur Sigurgeirsson myndlistarmaður kynnir myndefni bókarinnar.
Kynning á bókinni Þjóðkirkjan og lýðræðið sem prófastsdæmis hefur gefið út.
Stutt kynning á nýrri útgáfu fermingarkvers um Faðir vor og trúarjátninguna.
Kl. 21,30 Fundarslit.
Lögð verður fram tillaga um að dagskrárliðum, sem auðkenndir eru með stjörnu, verði frestað til leiðarþings.