Opið málþing á vegum Framtíðarhóps kirkjuþings og Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Vídalínskirkju í Garðabæ, mánudaginn 1. október. Á málþinginu verður glímt við spurningar á borð við:
- Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?
- Hvað merkir Já og hvað merkir Nei í komandi þjóðartkvæðagreiðslu?
- Samræmist þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá grunngildum samfélagsins á borð trúfrelsi, jöfnuð og sanngirni?
Til að auðvelda sem flestum þátttöku er málþingið haldið tvisvar sama daginn, kl. 13-15 og 20-22.
Mánudagur 1. október kl. 13-15
Kl. 13.00 Setning málþings Sigurður Árni Þórðarson
Kl. 13.15 „Já, en…“ Hjalti Hugason
Spurningar og umræður
Kl. 13.35 „Já, og…“ Gunnar Kristjánsson
Spurningar og umræður
Kl. 13.55 „Já, sko…“ Kristín Þórunn Tómasdóttir
Spurningar og umræður Birna G. Konráðsdóttir
Kl. 14.15 Kaffihlé
Kl. 14.30 Pallborðsumræður
Kl. 15.00 Málþingsslit
Mánudagur 1. október kl. 20-22
Kl. 20.00 Setning málþings Sigurður Árni Þórðarson
Kl. 20.15 „Já, en…“ Hjalti Hugason
Spurningar og umræður
Kl. 20.35 „Já, og…“ Gunnar Kristjánsson
Spurningar og umræður
Kl. 20.55 „Já, sko…“ Kristín Þórunn Tómasdóttir
Spurningar og umræður Birna G. Konráðsdóttir
Kl. 21.15 Kaffihlé
Kl. 21.30 Pallborðsumræður
Kl. 22.00 Málþingsslit
Málþingið verður tekið upp og upptökur gerðar aðgengilegar á vefnum næsta dag.