Skip to main content

Jesús og jaðarfólkið 10. – 12. október

Eftir október 8, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Aðalþema prédikunarseminarsins 2010 er Jesús og jaðarfólkið. Um efnið verður fjallað í hugleiðingum, samtali, erindinum og vinnustofum.

Áttunda prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Skálholti 10.-12. október. Það hefur yfirskriftina Jesús og jaðarfólkið. Þetta þema verður tekið fyrir í fjórum hugleiðingum sem allar ganga út frá því sem Jesús bendir á í guðspjöllunum um fyrirmynd jaðarfólksins þegar kemur að trúnni.

Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Wilfried Engemann sem fjallar í erindum sínum m.a. um mannskilning í málfari helgihaldsins og um list samtalsprédikunarinnar.

Gestur kvöldstofu við arineld verður Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði ásatrúarmanna á Íslandi. Hann ætlar að eiga spjall um mannskilning og náttúru í trúarvitund ásatrúarmanna.

Nánar

Dagskrábæklingur – prédikunarseminar 2010