Það hefur myndast glæsileg hefð fyrir því að Kjalarnessprófastsdæmi bjóði prestum sínum og djáknum upp á predikunarráðstefnur þeim til uppbyggingar og innblásturs.
Nýr prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, ásamt nýrri héraðsnefnd hefur ákveðið að halda áfram þessari flottu hefð. Kjalarnessprófastsdæmi er komið í samstarf við Áhugahóp um guðfræðiráðstefnur á Íslandi og mun þannig taka þátt í því að haldin verður merkileg ráðstefna í Langholtskirkju dagana 27.-28. ágúst á þessu ári. Fyrirlesararnir eru tvær bandarískar konur sem eru með ferska sýn á predikun og skapandi safnaðarstarf. Þetta eru þær Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge . Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlesara hennar er að finna á vefsíðunni: http://www.pastrix.is/
Prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis er boðið á ráðstefnuna, þeim að kostnaðarlausu. En skráning verður að fara fram með því að senda tölvupóst á gretar.gunnarsson(hjá)kirkjan.is þar sem fram kemur: Nafn, tölvupóstfang og símanúmer.