Skip to main content

Kærleikurinn er mestur – dagur kærleiksþjónustunnar

Eftir september 14, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni er 18. september. Í ár er athyglinni beint að starfi sjálfboðaliða sem fást við margvísleg verkefni í kirkjunni.
Sumarnámskeið fermingarbarna í Hafnarfjarðarkirkju 2011
Sjálfboðaliðar taka þátt í öllu starfi kirkjunnar, í stjórnun, fræðslu, boðun, tónlist og kærleiksþjónustu. Sjálfboðaliðar starfa í sóknarnefndum sem bera meðal annars ábyrgð á rekstri og umsýslu sóknanna og kirkjuhússins. Sjálfboðaliðar eru í meirihluta á kirkjuþingi.

Sjálfboðaliðar taka þátt í helgihaldi, vinaheimsóknum, samtölum, barna- og æskulýðsstarfi. Þá er þéttriðið stuðningsnet sjálfboðaliða sem starfar við innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar.

Í tilefni dagsins verður útvarpsguðsþjónusta frá Bessastaðakirkju kl. 11 með þátttöku sjálfboðaliða úr sókninni.

Að henni lokinni verður boðið til samveru í safnaðarheimilinu Brekkuskógum, þar sem Bessastaðasókn verður afhent viðurkenning í tilefni af Evrópuári sjálfboðins starfs en sóknin hefur sett eflingu sjálfboðastarfs í forgang í starfi sínu og uppbyggingu.

Að viðurkenningunni standa Evrópusamtök kærleiksþjónustunnar, Eurodiaconia.

X