Um helgina var Keflavíkurkirkja tekin í notkun eftir umfangsmiklar endurbætur á kirkjuskipinu. Fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að verkefninu. Sóknarbörnin í Keflavík sinna kirkjunni sinni vel ekki síst þegar mikið stendur til og hefur það komið vel í ljós í tengslum við þessa framkvæmd, segir sóknarpresturinn sr. Skúli S. Ólafsson. Lesa má ítarlega frétt um atburðinn á vefsíðu þjóðkirkjunnar.