Skip to main content

Kóradagur í Kjalarnessprófastsdæmi

Eftir febrúar 1, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Laugardaginn 5. febrúar verður haldinn Kóradagur prófastsdæmisins þar sem fjölmargir kirkjukórar leiða saman hesta sína í æfingum og tónlistarflutningi. Afrakstur Kóradagsins verður í tónlistarhelgistund í Víðistaðakirkju, kl. 17.

Kóradagurinn er mikill tónlistarviðburður í prófastsdæminu og reynslan af honum hefur sýnt fram á mikilvægi samstarfs safnaðanna á þessu sviði. Kórastarf er víða með miklum blóma í kirkjunum og er þátttaka í kirkjukór mikilvægt sjálfboðaverkefni sem auðgar þátttakendur og gæðir kirkjuna lífi.

Tónlistarnefnd Kjalarnessprófastsdæmis hefur veg og vanda að skipulagningunni en í henni sitja Bjartur Logi Guðnason, Arngerður María Árnadóttir og sr. Bragi J. Ingibergsson.

Tónlistarhelgistundin sem hefst kl. 17 er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þar syngja kórarnir þau verk sem æfð hafa verið og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur flytur hugleiðingu.

X