Þann 21. september, kl. 17:30 Í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir kynningarfundi á þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru: Axel Árnason Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson og Kristján Björnsson. Á fundinum verða þeir með framsögur og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opin.
Samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa hafa þjónandi prestar, djáknar og kjörmenn prestakalla og þeir leikmenn sem eiga sæti í kirkjuráði og á kirkjuþingi kosningarétt. Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk. Framkvæmd og fyrirkomulag kosningarinnar verður auglýst nánar síðar.