Á kyrrðardögum um fyrirgefninguna verður hin kristna íhugunarbæn (Centering Prayer) iðkuð undir leiðsögn prests, djákna, jógakennara og græðara. Kyrrðardagarnir eru í Skálholti dagana 7. – 10. mars 2013.
Umsjón er í höndum sr. Elínborgar Gísladóttur, Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats, Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, jógakennara og Margrétar Guðjónsdóttur meðferðaraðila í Orkupunktajöfnun (OPJ).
Í fræðsluhlutanum verður sérstök áhersla lögð á fyrirgefninguna og altarissakramentið. Með því að tengja saman fyrirgefninguna og altarissakramentið með aðferðum kristinnar íhugunar, fær hvort fyrir sig dýpri trúarlega merkingu.
Mæting er fimmtudaginn 7. mars kl. 17:30 – 18:00. Dagskránni lýkur sunnudaginn 10. mars kl. 14:00.
Verð kr. 37.800,-. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting með sér herbergi og baði , námskeið og námskeiðsgögn.
Skráning fer fram á netf. : holmfridur@skalholt.is eða í síma 486-8870 (Hólmfríður).
Nánari upplýsingar varðandi námskeiðið veitir Sigurbjörg á netf. sigurth@simnet.is eða í síma 861-0361.