Það verður mikið um að vera í kirkjum prófastsdæmisins sunnudaginn 14. maí. s.s Queen messa, vorhátíð, barnahátíð, tónlistarguðsþjónusta, hátíðarmessa og skráningarguðsþjónusta.
Í Víðistaðakirkju verður tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00, en Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spilar undir stjórn Helgu Bjargar Arnardóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Í Keflavíkurkirkju verður flutt Queen messa kl. 17:00 og 20:00. Jón Jósep Snæbjörnsson myn flytja þekkt lög hljómsveitarinnar Queen við íslenska texta ásamt hljómsveit og kór Kefllavíkurkirkju. Sr. Erla Guðmundsdóttir mun leggja út frá stefum fjallræðunnar á milli laga. Uppselt er á tónleikana, en messan verður einnig flutt í Selfosskirkju laugardaginn 20. maí, kl. 13:30 og í Laugarneskirkju, kl. 17:30.
Vorhátíð Garðasóknar verður kl. 11-13 í Vídalínskirkju. Unglinga- og barnakór Vídalínskirkju syngja, hljómsveitin spilar, leikrit, hoppukastalar, pylsur og Sirkus Íslands. Gleði og gott samfélag.
Í Hafnarfjarðarkirkju verður hátíðarmessa kl. 11:00 og 50, 60, og 70 ára fermingarbörn taka þátt í messunni. Eftir stundina verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.
Barnahátíð Ástjarnarkirkju verður kl. 11:00. Barnakórinn syngur og góðir gestir koma í heimsókn; Matti Magic og Hálfdán Helgi. Hoppukastalar og grill eftir stundina. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.
Í Lágafellsskóla kl. 20:00 verður skráningarguðsþjónusta vegna fermingarstarfanna næsta vetur. Hægt verður að skrá börn fædd 2004 á fermingardaga næsta vors.