Skip to main content

Samstarfssvæði sókna og grunnþjónusta kirkjunnar

Eftir apríl 28, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Hugmyndin um samstarfssvæði sókna og grunnþjónustu kirkjunnar er mikið rædd um þessar mundir. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík situr á kirkjuþingi og tók saman eftirfarandi grein um málið þar sem meðal annars er komið inn á hvernig samstarfssvæðin líta ú í Kjalarnessprófastsdæmi.
Sr. Elínborg Gísladóttir
Þessari grein er ætlað í stuttu máli að varpa ljósi á samstarfsvæðin og humyndina sem býr þar að baki. Samstarfssvæðin tilheyra 7. máli kirkjuþings árið 2010. Ég hvet alla til að lesa 7. mál kirkjuþings

Kirkjuþing 2010 samþykkti megináherslur í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar og fól kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd þess.

Þirkjuþingið samþykkti þá framtíðarsýn á starfsháttum kirkjunnar sem felast í samstarfssvæðum sókna, skilgreiningu á grunnþjónustu kirkjunnar og samþættingu við samþykktir um innri málefni kirkjunnar.
Kirkjuþing fól kirkjuráði í samráði við heimamenn að koma á fót samstarfssvæðum um land allt fyrir árslok 2011.

Kirkjustarfshópur fékk það verkefni í hendur að framfylgja þessari samþykktu tillögu kirkjuþings.
Til upplýsingar þá er kirkjustarfshópurinn samsettur þannig samkvæmt reglum kirkjuþings:
Sr. Elínborg Gísladóttir settur formaður alsherjarnefndar
Katrín Ásgrímsdóttir tilnefnd af kirkjuráði
Þorvaldur Karl Helgason tilnefndur af Biskupsstofu.

Markmið og tilgangur samstarfssvæðanna eru skilgreind eftirfarandi:
Réttur sóknarbarns til þjónustu 
Allir eiga rétt á sömu grunnþjónustu og hefur grunnþjónustunni verið skipt þannig:

 • Helgihald (skipulagt þannig að allir á svæðinu eigi aðgang hvern sunnudag að helgihaldi)
 • Boðun og fræðsla
 • Kærleiksþjónusta, sálgæsla, hjálparstarf
 • Menning og listir
 • Staðbundin þjónusta og nýjar leiðir

Mikilvægt er að allar sóknir geri áætlun um þrjá fyrstu þætti grunnþjónustunnar ásamt því að gera
starfsáætlun og fjárhagsáætlun.

Eftirfylgd og reglubundið mat eru mikilvæg á hverju samstarfssvæði og sóknum.
Samstarfssvæðunum er ætlað að starfa saman á þann hátt að tryggja sem best grunnþjónustuna

Í Kjalarnessprófastsdæmi eru áætluð þrjú samstarfsvæði.

 1. Grindavíkursókn, Kirkjuvogssókn, Kálfatjarnarsókn,Ytri og Innri Njarvíkursókn, Keflavíkursókn, Útskálasókn og Hvalsnessókn.
 2. Ástjarnarsókn, Bessastaðarsókn,Garðasókn, Víðistaðasókn og Hafnarfjarðarsókn.
 3. Lágafellssókn,Brautarholtssókn og Reynivallasókn.

Þess ber að geta að svæðin geta breyst ef reynsla þeirra sem koma að svæðunum sýnir að annað svæðasamstarf sé heppilegra en það sem lagt er til, því mikilvægt er að þau sem eru kölluð að borði samstarfssvæðanna hafi svigrúm til að breyta og bæta og nauðsynlegt að svæðin þróist út frá forsendum grunnþjónustunnar og í meðförum þeirra sem koma að svæðunum.

Gott er að hafa í huga að þetta fyrirkomulag er tækifæri fyrir sóknir til að efla samtalið sín á milli og samvinnu sem ætti að leiða til meiri þátttöku innan safnaðaranna. T.d. með tilliti til þess hvar liggja styrkleikar hvers samstarfssvæðisins. Er hægt að samnýta eitthvað með hagræðingu í huga.?
Miðað er við að þau sem að samstarfinu komi séu þau sem beri hitann og þungann af safnaðarstarfinu, eins og; prestar, djáknar, organistar,kirkjuvörður, sóknarnefndir, starfsfólk í barna og æskulýðsstarfi en verður að sjálfsögðu opið öllum sem vilja og hafa áhuga að leggja söfnuðunum lið.

Innan hvers samstarfssvæðis munu prestarnir leysi hvern annan af í helgar- og sumarfríum. Hvert samstarfssvæði velur sér leiðtogai til eins árs í senn og nýr leiðtogi valinn ár hvert.
Leiðtoginn á að vera prestur samkv. samþykktri tillögu kirkjuþings.

Samstarfssvæðin komi til framkvæmda á árinu 2011.

1. Fundur. Kynning og upphaf , málið kynnt á prófastafundi í mars 2011
Prófastur boðar til fyrsta fundarins á svæðinu.
Prestar, djáknar, fulltrúar sóknarnefndanna, organistar og annað starfsfólk er boðað.
Fulltrúar kirkjustarfshópsins mæta á fundinn til að kynna hugmyndaferli svæðanna.
Starfsáætlun fyrir samstarfssvæðið unnið út frá starfsáætlunum sókna á svæðinu. Hér er átt við, sem dæmi,að allt helgihald hverrar sóknar fyrir haust og vorönn 2011-2012 liggi fyrir.
Leiðtogi hvers svæðis mun síðan sjá um það að kallar samstarfsaðila saman til að fara yfir skipulagið eins og það liggur fyrir frá samstarfssvæðinu og breyta því ef þurfa þykir í samráði við þau sem standa að samstarfssvæðinu.

Ávinningurinn af svona samstarfi gæti orðið:

 • Samvinna, aukin samvinna milli sókna leiðir til öflugrar einingar
 • Sérþekking, reynsla og færni hvers og eins nýtist á fleiri stöðum
 • Samtal og samábyrgð , fleiri hugmyndir og lausnir verða til í stærri hópi og dreifð ábyrgð
 • Samnýting og sparnaður

Vonandi eruð þið einhverju nær um tilurð og tilgang samstarfssvæðanna sem eiga eftir að þróast og mótast í meðförum svæðanna sjálfra.

Elínborg Gísladóttir

X