Skip to main content

Samvera æskulýðsleiðtoga Kjalarnessprófastsdæmis í Víðistaðakirkju 11. febrúar kl. 17:30

Eftir janúar 23, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Samvera fyrir leiðtoga í barna og unglingastarfi safnaða í Kjalarnessprófastsdæmis verður haldin í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 17:30 – 21:00. Þetta er frábært tækifæri fyrir starfsfólk kirkjunnar að kynnast og hvetja hvert annað. Þátttaka er ókeypis.

Dagskrá: 
17:30: Helgisstund 
18:00: Kynning á efni æskulýðsdagsins 2010, höfundarnir sjá um það 
18:30: Kvöldverður 
19:00: Fólk segir fréttir af starfi sínu, ber saman bækur sínar og kynnir efni sem hefur reynst vel.