Skip to main content

Séra Hans Guðberg Alfreðsson valinn í Garðaprestakalli

Eftir júní 30, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Valnefnd í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn að leggja til að sr. Hans Guðberg Alfreðsson verði skipaður prestur í Garðaprestakalli með sérstaka þjónustuskyldu við Bessastaðasókn.

Valnefnd í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn að leggja til að sr. Hans Guðberg Alfreðsson verði skipaður prestur í Garðaprestakalli með sérstaka þjónustuskyldu við Bessastaðasókn. Fimm umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1.september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar . Valnefnd skipa níu fulltrúar Garðasóknar og Bessastaðasóknar ásamt prófasti Kjalarnessprófastsdæmis. Starfsaðstaða sr. Hans Guðbergs verður í Safnaðarheimilinu við Brekkuskóga 1 á Álftanesi.