Valnefnd Útskálaprestakalls ákvað á fundi sínum 17. ágúst sl. að velja sr. Sigurð Grétar Sigurðsson til að gegna embætti sóknarprests.
Í valnefndinni sitja fulltrúar Hvalsnessóknar og Útskálasóknar, auk prófasts Kjalarnessprófastsdæmis, sem leiðir starf nefndarinnar. Tíu umsækjendur voru um embættið, sem veitist frá 1. september. Sigurður Grétar hefur verið sóknarprestur á Hvammstanga og í nærsveitum frá 1998 og kemur til starfa á Suðurnesjum fljótlega. Sigurður Grétar er kvæntur Önnu Elísabetu Gestsdóttur leikskólakennara og eiga þau sex börn.